
Byggt á vísindum
Vond lykt í rými getur orsakast af rotnun, fúkka vegna raka og myglu eða óhreininda. Örverur eru allt í kringum okkur í andrúmsloftinu.
Sumar þeirra eru mikilvægar í vistkerfi okkar en aðrar geta verið hættulegar og valdið ýmsum sjúkdómum og kvillum.
Þetta eru örsmáar lífverur sem ekki er hægt að greina með mannsauganu. Hættulegar örverur sem setjast á yfirborð hluta og svífa um í loftinu geta valdið alvarlegum sjúkdómum.
Með þokumistri DISACT og ActivePure tækninni hreinsum við loftið og yfirborð af örverum og við það aukast loftgæðin og þannig stuðlað af betri heilsu og auknum lífsgæðum.