Framúrskarandi árangur í

sótt- & mygluvörnum

Reist á vísindum

Vond lykt í rými getur orsakast af rotnun, fúkka vegna raka og myglu eða einhverra óhreininda. Örverur eru allt í kringum okkur í andrúmsloftinu og mikilvægi þeirra í vistkerfinu er auðvitað óumdeilanlegt. Þetta eru smásæjar lífverur sem ekki er hægt að greina með berum augum. En hættulegar örverur sem setjast á yfirborð hluta og svífa um í loftinu geta valdið alvarlegum sjúkdómum. Með þokumistri Disact DSCT þá hreinsar þú loftið af þessum örveirum og loftgæði aukast. Sem dæmi: Þegar rokgjörn efni eins og t.d. málning þornar, þá blandast það inniloftinu og getur það valdið óþægindum en Disact efnin (Þokumistrið) hverfur og skilur ekkert eftir sig í loftinu.

ActivePure er einstök hreinsunartækni sem leysir fjölmörg vandamál vegna mengunar í lofti og á yfirborði innanhúss. Tækin okkar vinna á virkan hátt gegn veirum og sýklum, bæði í loftinu og á yfirborðinu og sér um að eyða slíkum sjúkdómsvöldum við snertingu.

byggt á reynslu

Við hjá Disact höfum stundað myglu- og sóttvarnir um talsvert skeið, auk þess sem sama tækni hefur verið notuð um áratugabil í vinnslurýmum ýmissa framleiðslufyrirtækja í sjávarútvegi og matvælaframleiðslu. Við höfum notað þessa þokutækni og efnaformúlu í skólum, leikskólum, háskólum og menntaskólum, auk þess höfum við jafnframt tekið fyrir viðkvæm rými, eins og sambýli, endurhæfingardeildir og sjúkrarými. Nokkrir ofnæmissjúklingar hafa kosið sérstaklega að nota efnin okkar til sóttvarna sem byggja á sama formúlustofni og mygluvörnin okkar.

DISACT vinnur á veirum, bakteríum og sveppum sem geta setið á yfirborði hluta.

Okkar þjónusta • Ykkar vörn

Þokukerfi

Þokukerfi DISACT myndar örfínt sótthreinsandi mistur sem smýgur í öll skúmaskot og nær þangað sem aðrar sótthreinsiaðferðir ná ekki til á aðeins örfáum mínútum. Þokumisturstæknin skapar þurra þoku sem líður um hólf og gólf sem sest að lokum án þess að væta pappír. 

Lausnir til leigu

DISACT tæknin skemmir ekki yfirborð tækjakosts eða hugbúnaðar eins og alkóhól, klórsambönd og önnur leysiefni geta gert. Notkun DISACT tækninnar fer því betur með tæki og búnað og fyrir vikið sparast efnis- og viðhaldskostnaður um leið og öryggið eykst.

Lausnir til sölu

Lausnir DISACT byggja á umhverfisvænum sóttvörnum hvað varðar tækni og efnasambönd DSCT20. Þokumistrið sem við bjóðum uppá krefst minni efnisnotkunar og skapar einnig virkari vernd.

Vörur & þjónusta

Við bjóðum öfluga og hraðvirka myglu- og sótthreinsitækni sem hentar einstaklega vel opnum og flóknum rýmum.

Við sérsníðum lausnir til að verja viðskiptavini, starfsmenn og starfsemi fyrirtækja á hvaða sviði sem er! 

Við komum í heimsókn og finnum lausn fyrir þig! 

Ef þú hefur áhyggjur af þínu umhverfi hvort sem um heimili eða vinnustað
er að ræða hafðu þá samband við sérfræðinga okkar um DISACT tæknina