ÖFLUG  MYGLUVÖRN

Þokumistrið er áhrifaríkt


Við tryggjum umhverfið ef upp hefur komið
vandamál af völdum raka og myglu


Myglu­varnir

  • Við komum áður en vinna hefst við hreinsun og viðgerðir og tryggjum þannig rýmið
  • Á meðan er verið að greina vandan og kaupa sér framkvæmdatíma
  • Þegar framkvæmdum er lokið því myglusveppurinn hefur dreift sér í öll skúmaskot
  • Við erum fyrirbyggjandi og bætum loftgæði
  • Við teljum okkur vera þýðingarmikið tannhjól í heildarlausninni 
  • Með miklum loftþrýsingi þá mynda tækin sótthreinsandi og myglueyðanda þokumistur

DISACT ehf

Disact er þjónustu- og hátæknifyrirtæki sem byggir á lífefnafræðirannsóknum og tugi ára þróunarstarfi systurfyrirtækis þess ALVAR.  ALVAR hefur þróað staðbundin þokukerfi til sóttvarna síðan 2002 og fullkomnað fyrir matvælaiðnaðinn og sjávarútveginn.

 

Disact sérhæfir sig í neytenda og rýmisöryggi með samskonar tækni en með færanleg þokukerfi og þokuvélar. Aðferð okkar er sjálfbær og umhverfisvæn, byggð á íslensku hugviti sem stuðlar að öruggara nærumhverfi á heimilum, vinnustöðum og stofnunum.

DSCT formúlan

Efnaformúlan DSCT byggir á Fjórgildum ammoniumsamböndum (e. quaternary ammonium). Efnið DSCT er sérstaklega framleitt til þess að veita vörn gegn bakteríum, veirum, örverum og sveppagróum þannig að sporarnir ná ekki að spíra.

 

Disact efnin byggja fyrst og fremst á þessum umhverfisvænu sóttvörnum. Efnin hafa verið prófuð á sjö sveppastofnum með góðum árangri og niðurstöður rannsókna sem framkvæmdar hafa verið af bæði innlendum sem erlendum rannsóknarstofum, staðfesta virkni formúlunnar þegar hún kemst í snertingu og yfirborðsfleti.