Rannsóknir

reist á vísindum og byggt á reynslu

“Vísindin efla alla dáð – farsældum vefja lýð og láð.”

Jónas Hallgrímsson

Rannsóknir: Niðurstöður

  • DSCT20 efnið virkar vel á slétt yfirborð. Til dæmis stál og plast. 
  • Allar dreifingar meðferðir sem voru prófaðar gáfust vel – úði, þokun og reykur virka vel. Úði og þéttur reykur virkuðu einna best í tilrauninni.
  • Ætla má að ein þokumeðhöndlun þekji ekki yfirborð að fullu og mælt er með endurtekinni meðhöndlun til að þekja vel allt yfirborð og til að loka yfirborði með örveruhemjandi húð.
  • Niðurstöðurnar sýna að DSCT20 myndar örveruhemjandi húð á yfirborði sem er virk í amk 18 klst eftir að yfirborð hefur verið meðhöndlað með efninu.  
  • DSCT20 hefur verið prófað á 28 sjúkdómsvaldandi bakteríustofnum, (bæði Gram+ og Gram- stofnum) ( þ.á.m. E.coli, Salmonella, Staphylococcus, Streptococcus, Pseudomonas, Clostridium, Listeria, Enterococcus og Klebsiella); í öllum tilvikum var örverudrepandi virkni  > 99,99%.
  • DSCT20 hefur verið prófað á 7 sveppastofnum (m.a. Aspergillus niger og Candida albicans); í öllum tilvikum var sveppadrepandi virkni > 99,99% 
  • DSCT20 var prófað á SARS-CoV-2 veirunni (COVID19); 
  • 0,1% DSCT20 afvirkjaði >99,8% af veirunni eftir 15 mínútur
  • 1% DSCT20 afvirkjaði >98% veirunnar eftir 1 mínútu  

reist á vísindum

byggt á reynslu

DISACT er íslenskt fyrirtæki sem byggir á margra ára þróunarstarfi systurfyrirtækisins ALVAR Mist. ALVAR Mist sérhæfir sig í matvælaöryggi en DISACT hefur sérhæft sig í rýmis og neytendaöryggi. Sótthreinsitækni ALVAR Mist hefur slegið í gegn erlendis og eru yfir 150 matvælavinnslur víða sem treysta á þessa sótthreinsitækni. DISACT byggir á þessari reynslu og hefur þróað sótthreinsilausnir sem að tryggja áreiðanlega sótthreinsun alls staðar í samfélaginu.

Í mörg ár voru rannsóknir í þróun þangað til efnafræðingar okkar náðu að þróa einstaka lausn og stöðuga blöndu sem viðheldur sótthreinsandi virkni sinni dögum saman. Reynslan, tæknin og vísndin á bakvið DISACT er gífurleg. DISACT byggir á þessari reynslu, tækni og vísindum. Í kjölfarið var þróuð sótthreinsitækni sem gerir DISACT lausnina einstaka. Þessi sótthreinsitækni hefur leyst fjölmörg smit vandamál innan matvælageirans og aukið öryggi matvælaframleiðslu.

Rannsóknir

Þokumistur sem vörn

alls staðar

ALVAR Mist þokutæknin hefur reynst frábærlega við sótthreinsun í matvælavinnslum bæði í kjöt-  og sjávarafurðum. Þokutæknin hefur bjargað fyrirtækjum frá falli vegna smitvandamála sem upp hafa komið. Það er því komin mikilvæg reynsla á bæði efni og sótthreinsunartækni fyrir íslenskar aðstæður. Það sem gerir bæði DISACT og ALVAR Mist lausnina og efnasamböndin sérlega áhugaverð er að þau mynda virka filmu sem heldur virkni sinni dögum saman og vinna úr örverum, bakteríum, sveppum og COVID19 veirunni (staðfest með prófunum). DISACT þokutæknin getur því komið að góðum notum í hvaða húsnæði sem er.

Sýklar eins og SARS-CoV-2 veiran sem veldur COVID19 heimsfaraldrinum getur setið virk á stál- og plastyfirborði dögum saman. DISACT vinnur á veirum, bakteríum og sveppum sem geta setið á yfirborði hluta. Það er því mikilvægt að vera á tánum því við erum ekki bara að fást við Covid heldur herjar á okkur ný inflúensuveira á hverju ári ásamt sýklum sem bera með sér allskonar kvefpestir, frunsuvírusa og aðra kvilla.

reist á vísindum 

byggt á reynslu