Ástandsskoðun
nákvæmar og hraðvirkar greiningar á myglugró og ofnæmisvöldum
- DISACT og Mycometer tæknin tryggir að þú færð fljótlegar, traustar og alþjóðlega viðurkenndar niðurstöður. Það þýðir að hvort sem um er að ræða vinnustað, skóla eða heimili, getur þú verið viss um að allar ákvarðanir um úrbætur byggja á sterkum gögnum.
- Nákvæmar mælingar á loft- og yfirborðsgæðum innandyra
- Við hjá DISACT leggjum metnað okkar í að veita faglega ráðgjöf og lausnir í tengslum við myglu og loftgæði innandyra.
- Til að tryggja viðskiptavinum okkar áreiðanlegustu niðurstöður á markaðnum höfum við tekið Mycometer tækni í notkun – sem er viðurkennd af alþjóðlegum stofnunum eins og US-EPA og uppfyllir ISO og ASTM staðla.
- Mælingar á sveppgró í lofti
- DISACT sérhæfir sig í að greina og leysa mygluvandamál og önnur atriði sem hafa áhrif á loftgæði og innivist í húsnæði fyrirtækja og stofnana
- Við metum ástand, greinum orsakir og fylgjumst með árangri úrbóta – allt með það að markmiði að tryggja heilnæmt umhverfi fyrir starfsfólk og notendur.
- Heildstæð greining á innivist.
- Slæm innivist getur stafað af lélegum loftgæðum, t.d. vegna hitastigs, rakastigs, loftleysis eða uppgufunar efna.
- Hún getur einnig verið afleiðing rakaskemmda og myglu. DISACT býður upp á nákvæmar **innivistarmælingar og heildarskoðanir** sem gefa skýra mynd af ástandi húsnæðisins.

Ráðgjöf og mælingar fyrir heilnæma innivist
- Innivistarskoðun er yfirleitt framkvæmd með þeim hætti að húsnæðið er sjónskoðað og rakamælingar framkvæmdar ásamt skoðun með hitamyndavél.
- Ef hækkaður raki eða rakaskemmdir finnast getur verið talin ástæða til þess að taka efnissýni.
- Einnig gæti verið talin ástæða til þess að taka DNA-ryksýni til að kanna umfang rakaskemmda og hvort mengun hafi dreift sér um rýmið.
- Niðurstöður skoðunar og sýnatöku eru því næst teknar saman í greinagerð þar sem tillögur til endurbóta eru settar fram sé þess þörf.
