ACTIVE PURE

aukin loftgæði - betri líðan

Betri loftgæði með ActivePure®

ActivePure tæknin er frábær kostur fyrir alla sem vilja bæta loftgæðin innandyra. DISACT býður upp á margar einingar knúnar af ActivePure Technology® sem hægt er að sameina í sérsniðnar lausnir til að vernda nánast hvaða rými sem er innandyra. Ef þú hefur áhyggjur af myglu, sporum, bakteríum eða öðrum umhverfis mengandi örverum  innandyra, þá mælum við með því að þú ræðir við sérfræðinga okkar um DISACT þjónustu, vörur og tækni. 

 

ActivPure er tækni þróuð til að útrýma skaðlegum sýklum og aðskotaefnum úr umhverfi okkar. Þetta er einstök hreinsunartækni sem leysir fjölmörg vandamál vegna mengunar í lofti og á yfirborði hluta. Tækin okkar vinna á örverum, myglusveppi, sýklum og eyðir þannig sjúkdómsvöldum sem af þeim hljótast.

EINSTÖK AÐFERÐ

Einkaleyfisvarða ActivePure® tæknin okkar vinnur á virkan hátt gegn veirum og sýklum, bæði í loftinu og á yfirborðinu og sér um að eyða slíkum sjúkdómsvöldum við snertingu. 
 

ActivePure tæknin bætir loftgæði innandyra. ActivePure tækin er með HEPA13 síu sem dregur raka og súrefni úr loftinu og breytir því í heilnæmt loft. Með því að gefa frá sér hreinsandi efnasambönd getur ActivePure sótthreinsað loft og yfirborð og dregið úr tilvist skaðlegra örvera.

 

VOTTAÐ af Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA).

ActivePure tæknin hefur staðist strangar prófanir og verið vottuð af Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA). Þar af leiðir að nota má þessa tækni á sjúkrastofnunum, umönnunarstofnunum, dvalarheimilum, skrifstofum, heilsugæslustöðvum, skólum og atvinnuhúsnæði.

Efnið er virkjað af tiltekinni bylgjulengd útfjólubláss ljóss og dregur í sig súrefni og raka í loftinu. Þannig verður til mikill fjöldi öflugra oxara sem vinna gegn sjúkdómsvöldum í lofti og á yfirborði. Slíkir oxarar eru afar áhrifaríkir við að eyða RNA- og DNA-veirum, bakteríum, rokgjörnum lífrænum efnasamböndum og öðrum mengunarefnum í umhverfinu.

ActivePure® tækni notar ekki hættuleg íðefni heldur oxara sem fyrirfinnast í náttúrunni. Slíkir oxarar ganga undir nafninu ActivePure® sameindir og eru ekki hættulegir mönnum, gæludýrum né plöntum. Slíkir oxarar eru einnig að öllu leyti hættulausir við notkun innanhúss.