Framúrskarandi árangur í
sótt- & mygluvörnum
Heilbrigð rými stuðla að betri heilsu
og auknum lífsgæðum
Mygla og myglugró geta haft alvarleg áhrif á heilsu og vellíðan. Þess vegna er mikilvægt að bregðast strax við þegar grunur vaknar
- Mygla er náttúrulegur sveppur sem fjölgar sér með gróum sem svífa í loftinu.
- Hún dafnar í röku umhverfi og vex á nær öllum lífrænum efnum ef raki og súrefni eru til staðar.
- Myglugró eru hluti af náttúrunni, en mygluvöxtur innandyra getur haft skaðleg áhrif á byggingar og heilsu.
- DISACT tæknin: Með miklum loftþrýstingi þá mynda tækin okkar sótthreinsandi og myglueyðandi þokumistur sem smýgur í öll skúmaskot og skapar virka vörn. Myndar einnig vörn gegn öðrum smitandi örverum. Ef grunur vaknar, hafðu þá strax samband.
Þetta er það sem við hreinsum úr loftinu sem þú andar að þér og yfirborð hluta.
DISACT
DISACT er þjónustu- og hátæknifyrirtæki sem byggir á lífefnafræðirannsóknum og tugi ára þróunarstarfi systurfyrirtækis þess ALVAR.
ALVAR hefur þróað staðbundin þokukerfi til sóttvarna síðan 2002 og fullkomnað fyrir matvælaiðnaðinn og sjávarútveginn.
DISACT sérhæfir sig í neytenda og rýmisöryggi með samskonar tækni en með færanleg þokukerfi og þokuvélar. Aðferð okkar er sjálfbær og umhverfisvæn, byggð á íslensku hugviti sem stuðlar að öruggara nærumhverfi á heimilum, vinnustöðum og stofnunum.
Byggt á vísindum
Vond lykt í rými getur orsakast af rotnun, fúkka vegna raka og myglu eða óhreininda. Örverur eru allt í kringum okkur í andrúmsloftinu.
Sumar þeirra eru mikilvægar í vistkerfi okkar en aðrar geta verið hættulegar og valdið ýmsum sjúkdómum og kvillum.
Þetta eru örsmáar lífverur sem ekki er hægt að greina með mannsauganu. Hættulegar örverur sem setjast á yfirborð hluta og svífa um í loftinu geta valdið alvarlegum sjúkdómum.
Með þokumistri DISACT og ActivePure tækninni hreinsum við loftið og yfirborð af örverum og við það aukast loftgæðin og þannig stuðlað af betri heilsu og auknum lífsgæðum.
DISACT formúlan
Efnaformúla DISACT er sérstaklega framleitt til þess að veita vörn gegn bakteríum, veirum, örverum og sveppagróum þannig að sporarnir ná ekki að spíra.
Disact efnin byggja fyrst og fremst á þessum umhverfisvænu sóttvörnum. Efnin hafa verið prófuð á sjö sveppastofnum með góðum árangri og niðurstöður rannsókna sem framkvæmdar hafa verið af bæði innlendum sem erlendum rannsóknarstofum, staðfesta virkni formúlunnar þegar hún kemst í snertingu og yfirborðsfleti.

