Um DISACT
DISACT – íslensk nýsköpun í sótthreinsitækni
DISACT er íslenskt fyrirtæki sem á rætur sínar í margra ára þróunarstarfi móðurfélagsins ALVAR Mist ehf. Þar sem ALVAR Mist hefur sérhæft sig í matvælaöryggi, hefur DISACT lagt áherslu á að þróa lausnir sem tryggja rýmis- og neytendaöryggi.
Samspil þessarar sérhæfingar gerir fyrirtækinu kleift að bjóða upp á einstaka heildarlausn þar sem bæði framleiðsluöryggi og samfélagslegt hreinlæti eru í fyrirrúmi.
Það sem gerir sótthreinsiefni DISACT sérstaklega áhugaverð er hin svokallaða virka filmu sem myndast á yfirborði eftir notkun.
Þessi ósýnilega filmu heldur virkni sinni dögum saman og vinnur stöðugt gegn bakteríum, sveppum og veirum – staðfest með ítarlegum prófunum. Þannig næst fram vörn sem heldur áfram að virka löngu eftir að þokuhreinsun fer fram. Með þessari tækni er hægt að tryggja hreinlæti og öryggi í hvers kyns húsnæði, allt frá skólum og vinnustöðum til opinberra stofnana og samgöngumiðstöðva.
Sótthreinsitækni ALVAR Mist hefur þegar slegið í gegn erlendis, og treysta yfir 150 matvælavinnslur víða um heim á hana daglega. DISACT byggir á þessari reynslu og hefur þróað sótthreinsilausnir sem auka áreiðanleika og draga úr smithættu í samfélaginu í heild. Markmiðið er að stuðla að betra heilsufari og öruggara umhverfi fyrir fólk í sínu daglega lífi.
DISACT - fólkið í framlínunni

Sólveig R. Gunnarsdóttir
Chairman of the Board

Einar Mäntylä
Board of Directors

Guðmundur Sigþórsson
Board of Directors

Unnur Björgvinsdóttir
Board of Directors

Þórhallur Ágústsson
CEO - thorhallur@disact.com

Yngvi Örn Stefánsson
COO - yngvi@disact.com

Lukas Peciulaitis
HEAD OF ENGINEERING

Steinunn M. Gunnlaugsdóttir
CFO - disact@disact.com

Arnar Hafliðason
Doctor in Physical Chemistry

Evaldas Ragozius
IT department

