Sótthreinsitækni
Sótthreinsitækni DISACT er íslensk nýsköpun sem var þróuð til þess að komast til móts við samfélagið löngu áður en COVID19 skall á heiminn. Varð þá til einstakt þokukerfi til þess að sótthreinsa smærri rými fyrir neytendur. Þokukerfi DISACT myndar örfínt sótthreinsandi mistur sem smýgur í öll skúmaskot og nær þangað sem aðrar sótthreinsiaðferðir ná ekki til á aðeins örfáum mínútum. Þokumisturstæknin skapar þurra þoku sem líður um hólf og gólf sem sest að lokum án þess að væta pappír. Því má segja að hún henti vel í notkun í skrifstofuumhverfi innan um tölvur og annan tækjabúnað. Þokan smýgur um alla króka og kima og skilur eftir sig filmu sem hindrar að mygla eða örverur nái fótfestu.
DISACT tæknin skemmir ekki yfirborð tækjakosts eða hugbúnaðar eins og alkóhól, klórsambönd og önnur leysiefni geta gert. Notkun DISACT tækninnar fer því betur með tæki og búnað og fyrir vikið sparast efnis- og viðhaldskostnaður um leið og öryggið eykst.
Uppfyllir:
- EPA Clorox test (surface)
- EN 113697 (surface)